Mælingar gefa til kynna meiri makríl fyrir austan

Í fyrra mældust um 1,5 milljónir tonna í lögsögunni, svipað …
Í fyrra mældust um 1,5 milljónir tonna í lögsögunni, svipað og árið á undan. mbl.is/Árni Sæberg

Gróf­ar niður­stöður úr rann­sókn­ar­leiðangri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar gefa til kynna að meira sé af mak­ríl út af Aust­ur­landi en verið hef­ur und­an­far­in ár. Leiðang­ur­inn hófst 11. júlí og reiknað er með að hann standi til 11. ág­úst.

Leiðang­urs­menn hafa einnig mælt mak­ríl­gengd fyr­ir norðan landið en þar var lítið að finna. Þá á eft­ir að fram­kvæma mæl­ing­ar við sunn­an- og vest­an­vert landið. Sveinn Svein­björns­son er leiðang­urs­stjóri.

„Við erum komn­ir með grófa niður­stöðu á þeim svæðum sem við erum bún­ir að kanna. En við eig­um eft­ir að mæla mjög stórt svæði og því erfitt að segja hver heild­arniðurstaðan verður,“ seg­ir Sveinn í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: