Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri var formlega sett í kvöld með útitónleikum í Skátagili þar sem fjölmargir þjóðþekktir listamenn komu fram.
Góð mæting var í Gilinu að vana og hlýddu áhorfendur meðal annars á Magna Ásgeirsson, Matta Matt og Jóhönnu Guðrúnu.
Að sögn lögreglunnar á Akureyri var umferðin í bæinn róleg í dag en búist er við að hún þéttist á morgun.
Þétt dagskrá verður á Akureyri fram eftir nóttu þar sem hljómsveitin Dúndurfréttir treður upp á Græna hattinum klukkan 22:00. Þá heldur Eyþór Ingi uppi stuðinu á Kaffi Akureyri og Jóhanna Guðrún, Böddi Dalton og Davíð á Götubarnum.