Að sögn lögreglu á Selfossi er umferð orðin nokkuð þung á Suðurlandsveginum en margir eiga leið um Suðurlandið í dag. Margir eru eflaust á leið til Landeyjahafnar í Herjólf og þá er einnig nokkuð um að fólk dvelji í sumarhúsum á Suðurlandi.
Umferðin hefur gengið mjög vel fyrir sig í dag að sögn lögreglu. Engin óhöpp hafa komið upp en lögregla heldur úti öflugu eftirliti á svæðinu. Umferðin gengur hægar en venjulega og eru vegfarendur hvattir til að taka lífinu með ró og sýna biðlund.