Verslunarmannahelgin fer fallega af stað. Veðurguðirnir virðast ætla að sýna sparibrosið sitt, allavega eitthvað framan af.
Umferð út úr bænum var róleg framan af, eins og blaðamaður mbl.is komst að í lautarferð með lögregluvarðstjórum. Umferðin tók þó að þyngjast eftir því sem leið á föstudaginn.
Fjöldinn allur af hátíðum fer fram um helgina, eins og til dæmis í Vatnaskógi. Fólk sem ætlar að gista í tjaldi er hvatt til að búa sit vel, því það gæti orðið kalt yfir nóttina. Allar fréttir af verslunarmannahelginni má svo nálgast í fréttaknippi mbl.is, Verslunarmannahelgin 2014.
Merkið #verslo er þegar komið á fullt skrið eins og sjá má af nokkrum tístum hér fyrir neðan. Við minnum ykkur á að merkja tístin með #verslo svo að blaðamann mbl.is geti deilt þeim með alheiminum gegnum @mblfrettir og á forsíðu mbl.is, því Twittergluggi mbl.is verður opinn um helgina.
Þessi ætlar sko heldur betur að æða inn í helgina.
Party this weekend ? I THKNK SO! #versló #djamm #latina #instafollow by fbanana77 #socialreykjavik pic.twitter.com/MBNnyALUBr
— social Reykjavik (@Socialreykjavik) July 31, 2014
Reykjavík er falleg í sparifötunum.
Downtown - Reykjavik city #verslo #vedrid #beauty @Sumarmorgnar pic.twitter.com/EuGlGfQa8Z
— Björn Ingi Friðþjófs (@bingi23) August 1, 2014
Margrét Ósk býr sig undir annaðhvort sultuslakan dag, eða ofurstress. Vonum að það fyrra verði raunin.
Þetta er annað hvort svona chillaður vinnudagur eða fòlk kemur ì stresskasti rétt fyrir ferðalagið! #Verslò #Pepp pic.twitter.com/9Hv6kmyR77
— Margrét Ósk (@Maggaosk) August 1, 2014
Blaðamenn mbl.is sem drógu stuttu stráin eru þegar byrjaðir að gíra sig upp fyrir helgina.
Stemningin á vaktinni verður einhvern veginn svona um helgina - https://t.co/k9vaGxvdkT #verslo
— Gunnar Dofri (@gunnardofri) August 1, 2014
Hersir Aron skrapp í Landeyjahöfn og kannaði stöðuna á Herjólfi fyrir mbl.is.
Þéttsetinn Herjólfur hélt af stað kl. 13 #verslo #Jolfurinn #dalurinn @mblfrettir pic.twitter.com/NKfibFE28A
— Hersir Aron Ólafsson (@hersiraron) August 1, 2014
Marteinn Urbancic er væntanlega eitthvað pirrípú að komast ekki á Þjóðhátíð í ár.
Nei, eg mun ekki like-a eina mynd frá Þjóðhátíð í eyjum! #verslo #biturð
— Marteinn Urbancic (@MrUrbancic) August 1, 2014
Elliott Gore fagnar því að það verði fámenn í Reykjavík um helgina.
Hvað það verður gaman að vera í Rvk um #verslo án alls þessa fólks sem fara á #þjoðhatið; en spurning er hvort það sé eitthvað opið?
— Elliott Gore (@Egore89) August 1, 2014
Guðmundur fékk um það bil hálfan lítra af bensíni til baka frá skattinum í morgun. Til hamingju Guðmundur!
Gott að fá pening frá skattinum fyrir Versló... Heilar 142 krónur! #versló
— Guðmundur Egill (@gudmegill) August 1, 2014
Kristjana Fenger er komin í sumarfrí í hausnum. Hún er væntanlega að borða ís núna.
Helgarfríið í hausnum á mér er afar fyrirferðarmikið. Sem betur fer er ís kl. 14. #vinnubasl #versló #njálgur
— Kristjana Fenger (@kristjanafe) August 1, 2014
Það er víst bongó í miðbænum.
Það er bongóblíða í miðbænum. #verslo pic.twitter.com/ogiVgZi7xA
— Kristinn I Jónsson (@kristinnij) August 1, 2014
Hersir og Arnar hirtu upp einn þýskan puttaling við Landeyjahöfn.
Hittum þýska puttaferðalanginn Jan við Landeyjahöfn, hann er á Íslandi í 7. sinn - danke schön #verslo @mblfrettir pic.twitter.com/a6Y58CowtZ
— Hersir Aron Ólafsson (@hersiraron) August 1, 2014