Slökkviliðsmenn vinna óeigingjarnt starf, sem felst oft í því að hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir hlaupa í burtu.
Blessunarlega hefur verslunarmannahelgin verið frekar róleg hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, svo róleg að tóm gafst til að draga fram útigrillið og grilla eins og eitt fjall af hamborgurum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þeir verða því vonandi vel nærðir þegar kallið kemur.