„Óvæntur“ glaðningur í Eyjum

Frá Þjóðhátíð í Eyjum.
Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Ófeigur Lýðsson

Blíðskaparveður lék við þjóðhátíðargesti í Eyjum í gær en búast má einnig við áægtisveðri í dag. Talið er að um tólf þúsund manns séu þar staddir og hefur „óvæntur“ glaðningur verið skipulagður fyrir þá.

Klukkan 14 í dag á 900 Bar verða óvæntir tónleikar með DJ Margeir, Daníel Ágúst og Högna Egilssyni en það eru Nova & Tuborg sem standa fyrir tónleikunum og eru allir velkomnir að sögn tónleikarhaldara.

Dagskráin verður þétt fram eftir degi en meðal þeirra er stíga á stokk í kvöld eru John Grant og Quarashi.

Hér má sjá myndband frá sólarstemningunni í gær:

mbl.is