Meira að gera ef helgin er blaut

Úr Eyjum
Úr Eyjum Ófeigur Lýðsson

Dagurinn var að sögn nokkuð rólegur hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en einn var gripinn með neysluskammt af fíkniefnum og annar var tekinn við akstur undir áhrifum fíkniefna síðdegis í dag.

Gríðarlegur fjöldi er saman kominn á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og segir lögregla að fólk hafi snemma farið að streyma inn í Herjólfsdal til þess að finna sér stæði fyrir brekkusönginn í kvöld. Gæslan er vel mönnuð og lögregla undirbúin fyrir eina annasömustu nótt ársins.

Lögreglan segir veðrið hins vegar ráða miklu um það hvernig nóttin fari. „Ef við fáum rigningu í nótt verður líklega meira um að vera. Ef það helst þurrt er fólkið rólegra. Það verða allir svo pirraðir í blautu veðri,“ segir lögreglumaður á vakt í Eyjum. „Það er allt annað blær yfir þessu í góðu veðri. Við sem vinnum hérna biðjum alltaf um það. Þá erum við sáttir.“

Að sögn lögreglunnar á Selfossi hefur umferðin í gegnum bæinn verið mjög þétt í dag en þó gengið vel fyrir sig.

mbl.is