Rigning í Reykjavík og Vestmannaeyjum

Veðurvefur mbl.is
Veðurvefur mbl.is

Nokkuð sólríkt verður víðast hvar á landinu í dag fram eftir degi, að suðvesturhorninu undanskildu, þar sem þungbúið og rigningarlegt verður í allan dag. Sömu sögu er að segja af Vestmannaeyjum. Dálítill vindur verður víðast hvar um landið.

Frá hádegi til klukkan sex þykknar svo upp á Vestfjörðum og dregur fyrir sólu, en þó ætti að haldast þurrt.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:

Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum en stöku skúrir, einkum á Suður- og Vesturlandi. Suðaustan 8-13 og dálítil súld með suðvesturströndinni um hádegi.

Austan 5-10 í fyrramálið og skýjað með köflum. Norðaustan 5-13 og rigning austanlands síðdegis á morgun. Hiti 8 til 17 stig að deginum, hlýjast norðan- og vestantil. Mun svalara í nótt og sums staðar nálægt frostmarki í innsveitum norðaustantil.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is