Ólöf María Einarsdóttir, 15 ára kylfingur frá Dalvík, gerði sér lítið fyrir og setti vallarmet á rauðum teig á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki á Unglingalandsmóti UMFÍ sem þar fer fram um helgina. Ólöf María lék hringinn á 71 höggi eða á einu pari undir pari vallarins. Ólöf María hefur þegar getið sér gott orð sem kylfingur og þykir mikið efni sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni.
„Ég er búin að æfa golf frá því að ég var fjögurra ára gömul. Ástæðan fyrir því að ég byrjaði svo snemma var að stóri bróður minn og mamma kveiktu áhugann í mér og þau stunduðu golf af miklum krafti. Það var lítill golfvöllur við hliðanna á leikskólanum mínum og þar æfði ég mig öllum stundum.“
„Ég er að keppa mikið á mótum í dag, mest fyrir sunnan og eins á mótum erlendis með unglingalandsliðinu. Ég sé framtíðina algjörlega í golfinu og ég stefni að því að bæta mig enn frekar. Ég er í golfi öllum stundum, þetta er bara svo ofsalega gaman,“ sagði Ólöf María.
Ólöf María sagði að hún hefði tekið þátt í þremur unglingalandsmótum. ,,Unglingalandsmótin er mjög skemmtileg,“ sagði Ólöf María.