Hættir að refsa Færeyingum

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB. AFP

Ríki Evr­ópu­sam­bands­ins samþykktu fyr­ir helgi að aflétta refsiaðgerðum sam­bands­ins gegn Fær­eyj­um sem komið var á síðasta sum­ar vegna ákvörðunar fær­eyskra stjórn­valda um að taka sér ein­hliða marg­falt meiri kvóta úr norsk-ís­lenska síld­ar­stofn­in­um en þeir höfðu áður haft sam­kvæmt samn­ing­um.

Sam­komu­lag náðst fyrr á þessu ári á milli fram­kvæmda­stjórn­ar ESB og Fær­ey­inga um að þeir síðar­nefndu drægju veru­lega úr síld­veiðum sín­um en refsiaðgerðirn­ar fólu fyrst og fremst í sér lönd­un­ar­bann í höfn­um sam­bands­ins á síld­ar- og mak­rílafla sem veidd­ur hafði verið af fær­eysk­um skip­um. Sam­komu­lagið var gert í fram­haldi af því að ESB, Norðmenn og Fær­ey­ing­ar sömdu um mak­ríl­veiðar en fær­eysk stjórn­völd gáfu ís­lensk­um ráðamönn­um þá skýr­ingu að þeim hafi verið nauðung­ur sá kost­ur að semja um veiðarn­ar vegna refsiaðgerða ESB.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Und­ercur­rent­news.com í dag að refsiaðgerðunum yrði vænt­an­lega aflétt í síðasta lagi um miðjan ág­úst sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fram­kvæmda­stjórn ESB. Bæði sam­tök skoskra og danskra upp­sjáv­ar­sjó­manna hafi mót­mælt því harðlega að refsia­gerðunum yrði aflétt fyr­ir at­kvæðagreiðsluna. Ekki hafi hins veg­ar feng­ist gefið upp hvernig at­kvæði hafi fallið. 

mbl.is