Fjölmennasta Þjóðhátíð frá upphafi náði hámarki í gærkvöldi. Brekkusöngurinn var magnaður, en hönum stýrði Ingó og Fjallabræður ásamt Sverri Bergmann, Jónasi Sigurðssyni og Helga Björns, sem að sögn viðstaddra fóru á kostum og Þjóðhátíðargestir tóku undir í hverju lagi, eins og sjá má í þessu myndbandi:
Nokkrir urðu þó fyrir því óláni í nótt að tjöldin þeirra fuku. Þeir þurftu þó ekki að sofa undir berum himni, heldur gisti fólkið í íþróttahúsinu í Eyjum.