Sjálfkært vegna alvarleika líkamsárásar

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á Akureyri og gekk skemmtanalífið í bænum vel fyrir sig. Einn gisti fangaklefa vegna ölvunar og var einn ökumaður tekinn undir áhrifum fíkniefna.

Að sögn lögreglu var smáerill en engar stórvægilegar tilkynningar. 

Aðfaranótt laugardags var maður handtekinn vegna lík­ams­árásar í miðbæ Ak­ur­eyr­ar. Þar skellti árás­armaður­inn öðrum manni niður og sparkaði í hann þar sem hann lá á jörðinni. Árás­armaður­inn var hand­tek­inn og gist­ir nú fanga­geymsl­ur.

Að sögn lögreglu var um alvarlega líkamsárás að ræða og er því að líkum sjálfkært í málinu. Árásarmaðurinn var yfirheyrður í gær og fer rannsóknardeild lögreglunnar nú með málið.

Fyrri frétt mbl: Líkamsárás á Akureyri 

mbl.is