Tjöldin fuku í Eyjum

Frá Eyjum í nótt. Menn áttu í fullu fangi með …
Frá Eyjum í nótt. Menn áttu í fullu fangi með að bjarga tjöldum í hvassviðrinu. Mynd/Eva Björk

Nokkur hundruð þjóðhátíðargestir misstu tjöldin sín í hvassviðri í Eyjum í nótt og neyddust til þess að leita skjóls í íþróttahúsinu að sögn lögreglu. Báðir salir íþróttahússins eru nú fullir af fólki.

0-15 metrar á sekúndu voru í Vestmannaeyjabæ í gær en í hviðum fór vindur upp í nítján metra á sekúndu.

Vindurinn hefur þó ekki áhrif á Herjólf sem þegar hefur farið þrjár ferðir í dag. 

Fyrir utan leiðindaveður gekk nóttin þó ágætlega að sögn lögreglu. Tíu fíkniefnamál komu upp en í öllum tilvikum var um neysluskammt að ræða. Ekki var tilkynnt um neina líkamsárás þótt eitthvað hafi verið um lítilsháttar pústra.

mbl.is