15% meiri áfengissala í Eyjum

Samtals seldust 724 þúsund lítrar af áfengi þessa vikuna.
Samtals seldust 724 þúsund lítrar af áfengi þessa vikuna. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Samtals seldust 724 þúsund lítrar af áfengi í síðustu viku en í fyrra seldust 727 þúsund lítrar í vikunni fyrir verslunarmannahelgi. Rúmlega 128 þúsund viðskiptavinir heimsóttu vínbúðir í vikunni fjöldinn var 0,1% færri en í fyrra. Þetta kemur fram í frétt Vínbúðarinnar. 

Á föstudegi verslunarmannahelgarinnar var sala 7,5% meiri í ár en í fyrra, en á fimmtudeginum 31. júlí á þessu ári var salan um 21% minni í ár.

Rúmlega 266 þúsund lítrar seldust á föstudeginum og um 42 þúsund viðskiptavinir heimsóttu vínbúðirnar. Á sama degi fyrir ári síðan seldust 248 þúsund lítrar og tæplega 41 þúsund viðskiptavinir komu í vínbúðir.

Í Vestmannaeyjum var áfengissala rúmlega 15% meiri í ár en í fyrra. Á föstudeginum var sala 73% meiri í ár en á sama degi verslunarmannahelgarinnar í fyrra.

Salan í Vínbúðinni á Akureyri var um 8% meiri í ár en í fyrra. Salan var 13% meiri á föstudeginum í ár samanborið við föstudag verslunarmannahelgarinnar á síðasta ári.

Á Egilsstöðum  var sala 1% meiri en í fyrra og á Ísafirði var hún um 10% minni í ár en í fyrra.

Til samanburðar þá var samtals salan í magni í Vínbúðum í Reykjavík 4,4% minni í ár en sömu viku í fyrra,“ segir í frétt Vínbúðarinnar.

Sjá frétt á heimasíðu Vínbúðarinnar.

mbl.is