Hvernig tjalda skal tjaldinu sínu

Þessi gersemi stendur af sér rokið.
Þessi gersemi stendur af sér rokið.

Það eru engin geimvísindi að tjalda en svo virðist sem ófáum gestum þjóðhátíðar hafi gengið illa að fá vistarverur sínar yfir verslunarmannahelgina til að tolla uppi í rokinu sem reið yfir Eyjar aðfararnótt mánudags. Ástandið í dalnum var ekki beint huggulegt þegar Benedikt Aron Guðnason vaknaði þar í gærmorgun en tjöld og ýmsir munir lágu þar á víð og dreif, bæði eftir fögnuð sunnudagsins og veðurofsann sem fylgdi.

Í myndbandinu hér að neðan sýnir Benedikt okkur muninn á vel tjölduðu tjaldi og illa tjölduðu tjaldi en af slíkum var greinilega nóg af taka.

mbl.is