Fyrsti fanginn var tekinn af lífi í Missouri í Bandaríkjunum í nótt eftir aftöku morðingjans Josephs Woods í Arizona í síðasta mánuði. Aftaka Woods tók um tvær klukkustundir en aftaka Michael Worthington, sem tekinn var af lífi í nótt, tók tíu mínútur.
Worthington var fundinn sekur um nauðgun og morð. Hann var tekinn af lífi með banvænni sprautu eina mínútu yfir miðnætti í nótt. Hann var úrskurðaður látinn tíu mínútum síðar.
Worthington barði og kyrkti Melindu „Mindy“ Griffin með þeim afleiðingum að hún lét lífið í september árið 1995. Hann braust inn í íbúð hennar og nauðgaði henni.
Aftaka Woods er sú þriðja í ár sem tekur mun lengri tíma en „eðlilegt“ þykir, en yfirvöld hafa þurft að prófa sig áfram með ýmsar gerðir banvænna lyfja eftir að evrópsk lyfjafyrirtæki hafa neitað að afhenda lyf sem nota á í aftökur.