Fangi tekinn af lífi í nótt

Michael Worthington var tekinn af lífi í nótt með banvænni …
Michael Worthington var tekinn af lífi í nótt með banvænni sprautu. AFP

Fyrsti fanginn var tekinn af lífi í Missouri í Bandaríkjunum í nótt eftir aftöku morðingjans Josephs Woods í Arizona í síðasta mánuði. Aftaka Woods tók um tvær klukkustundir en aftaka Michael Worthington, sem tekinn var af lífi í nótt, tók tíu mínútur.

Worthington var fundinn sekur um nauðgun og morð. Hann var tekinn af lífi með banvænni sprautu eina mínútu yfir miðnætti í nótt. Hann var úrskurðaður látinn tíu mínútum síðar.  

Worthington barði og kyrkti Melindu „Mindy“ Griffin með þeim afleiðingum að hún lét lífið í september árið 1995. Hann braust inn í íbúð hennar og nauðgaði henni.

Af­taka Woods er sú þriðja í ár sem tek­ur mun lengri tíma en „eðli­legt“ þykir, en yf­ir­völd hafa þurft að prófa sig áfram með ýms­ar gerðir ban­vænna lyfja eft­ir að evr­ópsk lyfja­fyr­ir­tæki hafa neitað að af­henda lyf sem nota á í af­tök­ur.

mbl.is