Enn einn hálshöggvinn í Sádi-Arabíu

Deera torgið í borg­inni Riya­dh hef­ur oft verið vett­vang­ur fulln­ustu …
Deera torgið í borg­inni Riya­dh hef­ur oft verið vett­vang­ur fulln­ustu dauðarefs­inga, þar sem fólk er háls­höggvið fyr­ir allra aug­um. Ljósmynd/Wikipedia

Maður var hálshöggvinn í Sádi-Arabíu í dag fyrir að myrða eiginkonu sína með exi fyrir framan dóttur þeirra. Dauðarefsingu var beitt í málinu vegna þess hve „viðbjóðslegt“ brotið þótti samkvæmt tilkynningu frá innanríkisráðuneyti landsins.

Með aftökunni í dag hafa 23 slíkar verið framkvæmdar í landinu í ár, en samkvæmt Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur notkun dauðarefsingar tekið kipp í landinu undanfarið. 78 aftökur voru framkvæmdar í fyrra, en meðal brota sem líflátsdómur liggur við eru nauðgun, morð, vopnuð rán og eiturlyfjasmygl.

mbl.is