Hallast að fjölgun seðlabankastjóra

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjár­málaráðherra hall­ast að því að rétt sé að fjölga seðlabanka­stjór­um frá því sem nú er. Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son í kvöld­frétt­um Stöðvar 2. Spurður hvers vegna svaraði ráðherr­ann því til að verk­efni Seðlabank­ans hefðu stór­auk­ist á und­an­förn­um árum.

Bú­ist er við að til­kynnt verði í vik­unni hver verði ráðinn seðlabanka­stjóri en þrír um­sækj­end­ur hafa verið metn­ir hæf­ast­ir af sér­stakri mats­nefnd. Þeir Már Guðmunds­son nú­ver­andi seðlabanka­stjóri, pró­fess­or­arn­ir Ragn­ar Árna­son og Friðrik Már Bald­urs­son.

Þrír banka­stjór­ar voru áður í Seðlabank­an­um en nú­ver­andi lög gera aðeins ráð fyr­ir ein­um slík­um. Laga­breyt­ing yrði því að koma til ætti að skipa fleiri seðlabanka­stjóra.

mbl.is