Nokkur hundruð mótmæltu í New York

AFP

Nokkur hundruð manns komu saman seint í gærkvöldi í New York. Fólkið mótmæli dauða unga, þeldökka mannsins sem var skotinn af lögreglu í Missouri síðastliðinn laugardag. Einnig hefur verið mótmælt í heimabæ mannsins, Ferguson.

Mótmælendurnir eru flestir á svipuðum aldri og Michael Brown, en hann var 18 ára þegar hann lét lífið. Lögreglumaður skaut hann til bana en sjónarvottum og lögreglu ber ekki saman um hvernig dauða hans bar að. Brown var óvopnaður en lögregla segir að hann hafi áreitt lögreglumann og reynt að taka vopnið af honum.

Mótmælendurnir í New York minntust einnig Trayvon Martin sem skotinn var af nágranna í Flórída. Krafðist fólkið þess að lögreglustjórinn Bill Bratton segði af sér.

„Hélt áfram að skjóta“

mbl.is