Ríkisstjóri Missouri-ríkis í Bandaríkjunum, Jay Nixon, skipaði seint í gækvöldi þjóðvarðliði ríkisins að aðstoða lögreglu í bænum Ferguson við að takast á við mótmæli sem geisað hafa þar undanfarna daga í kjölfar þess að lögreglumaður skaut 18 ára unglingsdreng til bana.
Fram kemur í frétt AFP að lögreglan hafi skotið táragasi að mótmælendum eftir eldsprengjum hafði verið kastað að henni og skotum hleypt af byssum. Nixon sakaði í yfirlýsingu einstaklinga annars staðar að úr Missouri-ríki og utan þess um að hafa að yfirlögðu ráði spillt fyrir friðsamlegum mótmælum með því að grípa til ofbeldis gegn lögreglunni.