Refsiaðgerðunum verður aflétt

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB. AFP

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur form­lega tekið ákvörðun um að falla frá refsiaðgerðum gagn­vart Fær­ey­ing­um sem gripið var til síðasta sum­ar vegna ákvörðunar fær­eyskra stjórn­valda um að taka sér ein­hliða 105 þúsund tonna kvóta úr norsk-ís­lenska síld­ar­stofn­in­um. Refsiaðgerðirn­ar munu form­lega falla úr gildi 20. ág­úst sam­kvæmt til­kynn­ingu frá fram­kvæmda­stjórn­inni.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að ákvörðun fram­kvæmda­stjórn­ar ESB komi í kjöl­far þess að Fær­ey­ing­ar samþykktu að draga veru­lega úr síld­veiðum sín­um og miða við 40 þúsund tonna kvóta fyr­ir yf­ir­stand­andi ár. Sú hlut­deild sé mun minni en sú sem Fær­ey­ing­ar hafi tekið sér á síðasta ári og stefni síld­ar­stofn­in­um ekki í hættu. Tekið er fram að ákvörðunin um að aflétta refsiaðgerðunum feli ekki í sér samþykki ESB við því að Fær­ey­ing­ar eigi til­kall til 40 þúsund tonna síld­arkvóta held­ur ein­ung­is viður­kenn­ingu á því að veiðar þeirra komi ekki leng­ur niður á sjálf­bærni stofns­ins.

Þá er einnig tekið skýrt fram að ákvörðun Fær­ey­inga að taka sér 40 þúsund tonna síld­arkvóta í ár feli ekki í sér for­dæmi fyr­ir viðræður strand­ríkj­anna við Norðaust­ur-Atlants­haf í framtíðinni um skipt­ingu síld­arkvót­ans.

mbl.is