Álag á vökudeild Landspítalans var tvöfalt í júlí miðað við sama mánuð í fyrra.
Vegna þess hversu fáir sérhæfðir starfsmenn eru til að vinna á deildinni hafa sumir þeirra ekki komist í sumarfrí af þeim sökum.
Alls voru um 7,6% fleiri sjúklingar á spítalanum en í fyrra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.