Vel hefur gengið á makrílveiðum undanfarið og eru aflaheimildir sumra útgerðanna langt komnar.
Líklegt er að á næstunni fari menn að snúa sér í auknum mæli að veiðum á norsk-íslensku síldinni.
,,Það er búin að vera ágæt makrílveiði og það er ekki mikið um síld með makrílnum þar sem við höfum verið að veiðum. Við höfum aðallega verið í Litladjúpi og við Hvalbakshallið og farið vestur undir Berufjarðarál og uppistaðan í aflanum hefur verið makríll sem er rúmlega 400 gramma þungur,“ sagði Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey NS, í samtali við heimasíðu HB Granda í fyrradag.