Íslendingar sáttir við lífið og tilveruna

mbl.is/Eggert

Ef marka má niður­stöður nýrr­ar skoðana­könn­un­ar fyr­ir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins eru 98% Íslend­inga al­mennt sátt­ir við lífið og til­ver­una. Þar af 59% mjög sátt og 39% frek­ar sátt. Ein­ung­is 2% segj­ast frek­ar ósátt og eng­inn sagðist vera mjög ósátt­ur við lífið.

Skoðana­könn­un­in, Eurobarometer, nær til allra ríkja ESB og þeirra ríkja sem sótt hafa um inn­göngu í sam­bandið. Þar með talið Íslands. Töl­urn­ar fyr­ir ESB eru nokkuð á ann­an veg en engu að síður er mik­ill meiri­hluti þar einnig sátt­ur við lífið og til­ver­una eða 80%. Þar af tæp­ur fjórðung­ur mjög sátt­ur og 39% frek­ar sátt. 15% eru hins veg­ar frek­ar ósátt og 5 mjög ósátt.

Spurð um lífs­gæði á Íslandi segja 84% Íslend­inga þau góð hér á landi. Þar af 27% mjög góð og 57% frek­ar góð. 14% segja þau hins veg­ar frek­ar slæm og 1% mjög slæm. 56% íbú­ar ESB að meðaltali telja lífs­gæði góð í heima­lönd­um sín­um. Þar af 10% mjög góð og 46% frek­ar góð. 30% telja þau hins veg­ar frek­ar slæm og 12% mjög slæm.

mbl.is