Sádi-Arabískur maður var hálshöggvinn í Qatif héraði landsins í dag fyrir morð. Maðurinn var sakfelldur fyrir að myrða annan með því að keyra yfir hann í kjölfar rifrildis samkvæmt SPA fréttaveitu landsins.
Mannréttindasamtök hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna sífelldrar aukningar í notkun dauðarefsinga í landinu, en nítján voru hálshöggnir milli 4. og 20. ágúst. Dauðarefsing liggur við glæpum á borð við nauðgun, morð, vopnuð rán, fíkniefnasmygl og trúvillu í landinu.