„Fylltum öll ker og ílát um borð“

Það var handagangur í öskjunni þegar smábátarnir komu hver af …
Það var handagangur í öskjunni þegar smábátarnir komu hver af öðrum til að landa í Ólafsvík í gærkvöldi. mbl.is/Alfons

Mokveiði er hjá mak­ríl­bát­um sem róa frá Snæ­fells­bæ. „Við tök­um afla af sjö bát­um og ég áætla að hver bát­ur landi um sjö tonn­um í kvöld (gær­kvöld)“.

Þetta seg­ir Gunn­ar Berg­mann, inn­kaupa­stjóri hjá Frost­fiski, í Morg­un­blaðinu í dag en tók fram að það gæti allt eins orðið mikið meira miðað við frétt­irn­ar sem bær­ust frá miðunum.

Bát­arn­ir hafa haldið sig úti af Skarðsvík og al­veg inn und­ir Rif og mátti sjá um 20 báta í ein­um hnapp í gær­kvöldi. Þórður Björns­son, hafn­ar­vörður í Ólafs­vík, sagði að sum­ir bát­arn­ir hefðu landað snemma, allt að níu tonn­um, og farið síðan út aft­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: