Staða Íslands styrkist með makrílnum

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra seg­ir niður­stöðu sam­eig­in­legs mak­ríl­leiðang­urs Íslend­inga, Norðmanna, Fær­ey­inga og Græn­lend­inga mjög ánægju­lega enda sé hún til þess fall­in að styrkja stöðu Íslend­inga í kom­andi mak­rílviðræðum.

„Þetta mun klár­lega styrkja stöðu okk­ar. Því meira sem mæl­ist af mak­ríl, þeim mun sterk­ari stöðu fáum við fyr­ir þeim mál­flutn­ingi sem við höf­um haft,“ seg­ir Sig­urður Ingi, en heild­ar­vísi­tala mak­ríls í Norðaust­ur-Atlants­hafi hef­ur verið met­in um 9 millj­ón tonn.

Þar af voru 1,6 millj­ón tonn inn­an ís­lenskr­ar efna­hagslög­sögu, eða tæp­lega 18 pró­sent. Spurður í frétta­skýr­ingu um þetta efni í Morg­un­blaðinu í dag hvort kom­in sé tíma­setn­ing á frek­ari viðræður, sem fyr­ir­hugaðar eru í haust, kveður ráðherr­ann nei við. „Mér vit­an­lega er ekki kom­in nein dag­setn­ing. Það er hins veg­ar fyr­ir­hugað að menn taki upp þráðinn aft­ur í haust.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: