Biðja Færeyinga afsökunar á Facebook

Færeyska skipið Næraberg KG14
Færeyska skipið Næraberg KG14 mbl.is/Ómar Óskarsson

Fram er kom­in Face­booksíða þar sem Fær­ey­ing­ar eru beðnir af­sök­un­ar á því hvernig komið er fram við mak­ríl­veiki­skipið Næra­berg og áhöfn þess hér á landi.

„Við vilj­um vekja at­hygli á síðunni: Fær­ey­ing­ar: Við biðjumst af­sök­un­ar! Síðan var stofnuð um þrjú­leytið í dag eða í kjöl­far frétta af því að fær­eyska mak­ríl­veiðiskipið fái ekki að taka vist­ir, vatn, olíu eða skipta um áhöfn. Og að skip­verj­ar megi ekki stíga fæti í land.“

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá þeim sem standa að Face­book­hópn­um Fær­ey­ing­ar, við biðjumst af­sök­un­ar.

Aðstand­end­ur síðunn­ar segj­ast „harma að ákv­arðanir rík­is­stjórn­ar­inn­ar um „að er­lend skip sem veiða eða hafa veitt mak­ríl í græn­lenskri lög­sögu fái ekki að nota ís­lensk­ar hafn­ir“ skuli bitna þannig á frænd­um okk­ar Fær­ey­ing­um og vilja koma af­sök­un okk­ar á fram­færi.“

Þegar þetta er skrifað hafa tæp­lega 1.600 manns ljáð síðunni þumal sinn á Face­book.

Face­book­hóp­ur­inn

mbl.is