Fá olíu og vistir ef þörf krefur

Færeyska skipið Næraberg, liggur nú við bryggju við Vogabakka í …
Færeyska skipið Næraberg, liggur nú við bryggju við Vogabakka í Reykjavík. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fær­eyski tog­ar­inn Næra­berg, sem legið hef­ur við bryggju við Voga­bakka í Reykja­vík í morg­un, mun fá olíu og vist­ir eft­ir því sem þörf kref­ur fyr­ir heim­ferð. Þetta seg­ir Jó­hann Guðmunds­son, skrif­stofu­stjóri í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu.

Land­helg­is­gæsl­an varpaði vara­hlut­um með fall­hlíf til skips­ins fyr­ir viku þegar upp kom bil­un í land­helgi Græn­lands. 

Líkt og kom fram í frétt mbl.is í morg­un er skip­inu óheim­ilt, sam­kvæmt lög­um um veiðar og vinnslu er­lendra skipa í fisk­veiðiland­helgi Íslands, að koma að koma til ís­lenska hafna. Komi skipið þangað er óheim­ilt að veita skip­inu þjón­ustu.

Í fyrstu milli­grein þriðju laga um veiðar og vinnslu er­lendra skipa í fisk­veiðiland­helgi Íslands seg­ir að er­lend­um skip­um, sem stunda veiðar eða vinnslu á afla  úr sam­eig­in­leg­um nytja­stofn­um sem veiðast bæði inn­an og utan ís­lenskr­ar fisk­veiðiland­helgi sem ís­lensk stjórn­völd hafa ekki gert milli­ríkja­samn­ing um nýt­ingu sé óheim­ilt að koma til ís­lenskra hafna. Þá seg­ir einnig að óheim­ilt sé að veita þess­um skip­um þjón­ustu.

Ísland er ekki hluti af sam­komu­lagi um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans til næstu fimm ára, líkt og Evr­ópu­sam­bandið, Fær­eyj­ar og Nor­eg­ur. Næra­berg veiðir mak­ríl í græn­lenskri lög­sögu og fell­ur því und­ir bannið.

Hafa ekki gert sam­komu­lag um lönd­un

Jó­hann seg­ir að Íslend­ing­ar og Græn­lend­ing­ar hafi gert sér­stakt sam­komu­lag sín á milli sem felst í því að græn­lensk skip fá að landa til­teknu magni af mak­ríl, veidd­um í Græn­landi, hér á landi. 

Hann seg­ir Fær­ey­inga ekki hafa óskað eft­ir sam­bæri­legu sam­komu­lagi og því hafi Fær­ey­ing­um mátt vera ljóst að fær­eysk skip, sem stundi veiðar á mak­ríl Græn­land, komi ekki til ís­lenskra hafna frek­ar en t.d. Rúss­ar

Jó­hann seg­ir að litið hafi verið svo á að um neyðar­til­vik væri að ræða í til­felli Næra­bergs en upp var kom­in bil­un í vél skips­ins sem gerði það að verk­um að skipið hafði ekki afl til að sigla á sama hraða og venju­lega.

Veður­spá fyr­ir sunnu­dag­inn er ekki góð og því var ákveðið að heim­ila skip­inu að leggj­ast við höfn í Reykja­vík. Land­helg­is­gæsl­an heim­ilaði því skip­inu að leggj­ast að bryggju.

Fá vist­ir ef þörf kref­ur

mbl.is ræddi við Gísla Gísla­son, hafn­ar­stjóra Faxa­flóa­hafna og Ásgrím Ásgríms­son, fram­kvæmda­stjóra aðgerðarsviðs Land­helg­is­gæsl­unn­ar í morg­un. Þá hafði ekki feng­ist leyfi til að þjón­usta skipið, til að mynda með að veita því olíu.

Ásgrím­ur sagði í sam­tali við mbl.is nú fyr­ir stundu að staðan hefði verið met­in sem svo í gær, eft­ir að upp­lýs­ing­ar feng­ust um ástand skips­ins, að skap­ast gæti neyðarástand og því var ljóst að skipið fengi leyfi til að koma til hafn­ar. 

Að sögn Jó­hanns er nú búið að ræða mál­in og fær skipið olíu og vist­ir fyr­ir heim­ferðina ef þörf kref­ur.  „Það eru hins­veg­ar hrein­ar lín­ar ef nóg er af kosti og olíu í skip­inu til að það kom­ist heim til sín, þá þarf ekk­ert að gera fyr­ir það. Við ætl­um hins veg­ar ekki að hafa skipið olíu­laust í ís­lenskri höfn“ seg­ir Jó­hann og bend­ir á að þetta sé síður en svo í fyrsta skipti sem hafn­bann­inu er beitt.

Fluttu vara­hluti í tog­ar­ann fyr­ir viku

Í frétt á vef Land­helg­is­gæsl­unn­ar frá 22. ág­úst sl. kem­ur fram að flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF, hafi flutt vara­hluti í tog­ar­ann.

Tog­ar­inn var þá stadd­ur í land­helgi Græn­lands. Vara­hlut­un­um var kastað út úr flug­vél­inni í fall­hlíf en TF-SIF er sér­stak­lega út­bú­in hurð sem nýt­ist vel við flutn­ing sem þenn­an sem og fall­hlíf­ar­stökk.

Frétt­ir mbl.is um málið: 

Vand­ar Íslend­ing­um ekki kveðjurn­ar

Fær­ey­ing­ar fá ekki olíu í Reykja­vík

Færeyski togarinn Næraberg.
Fær­eyski tog­ar­inn Næra­berg. Mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Varahlutunum var kastað út úr flugvélinni í fallhlíf.
Vara­hlut­un­um var kastað út úr flug­vél­inni í fall­hlíf. Mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
mbl.is

Bloggað um frétt­ina