Samningar ríkis og sveitarfélaga við Bandalag háskólamenntaðra starfsmanna, grunn- og framhaldsskólakennara og fleiri kalla á leiðréttingu að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns Starfsgreinasambands Íslands.
„Við fórum í ákveðna vegferð í síðustu samningum sem aðrir fóru ekki í og það verður að byrja á því að leiðrétta kjör okkar félagsmanna.“
Í Starfsgreinasambandinu eru allt að 40 þúsund manns að sögn Björns og því mikið undir í komandi kjaraviðræðum, sem félagið er strax farið að undirbúa.