Harma vanhugsuð vinnubrögð stjórnvalda

Færeyska skipið Næraberg KG14
Færeyska skipið Næraberg KG14 mbl.is/Ómar

Fær­eysk-ís­lenska viðskiptaráðið harm­ar van­hugsuð viðbrögð ís­lenskra stjórn­valda vegna komu fær­eyska skips­ins Næra­berg til Reykja­vík­ur. Áður en skaðinn af þess­ari aðgerð verður meiri en orðið er hvet­ur viðskiptaráðið stjórn­völd á Íslandi og í Fær­eyj­um til að grípa til nauðsyn­legra aðgerða.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem viðskiptaráðið hef­ur sent frá sér. Hún er svohljóðandi:

„Fær­eysk-ís­lenska viðskiptaráðið harm­ar van­hugsuð viðbrögð ís­lenskra stjórn­valda vegna komu fær­eyska skips­ins Næra­berg til Reykja­vík­ur. Þegar er orðið ljóst að þau viðbrögð vekja efa­semd­ir í Fær­eyj­um um að hug­ur fylgi máli af Íslands hálfu varðandi Hoy­vik­ur­samn­ing­inn, sem tryggja á jafna stöðu ís­lenskra og fær­eyskra borg­ara og fyr­ir­tækja í báðum lönd­um.

Áður en skaðinn af þess­ari aðgerð verður meiri en orðið er hvet­ur Fær­eysk-ís­lenska viðskiptaráðið stjórn­völd á Íslandi og í Fær­eyj­um til að grípa til nauðsyn­legra aðgerða sem koma í veg fyr­ir að mál sem þessi komi upp aft­ur. Fær­eysk-ís­lenska viðskiptaráðið hvet­ur til auk­inn­ar sam­vinnu Íslands og Fær­eyja á öll­um sviðum og til þess að ár­ang­ur sam­vinn­unn­ar verði sýni­legri verða stjórn­völd að ryðja úr vegi öll­um hindr­un­um, sem til þess eru falln­ar að sá efa­semd­um um heil­indi í sjálf­sögðu og far­sælu sam­starfi.“

mbl.is