Smábátasjómenn fá ekki meira

Smábátasjómenn fá ekki aukinn afla.
Smábátasjómenn fá ekki aukinn afla. Sigurður Bogi Sævarsson

„Við fór­um fram á þetta vegna þess að veiðin er al­veg á fleygi­ferð og geng­ur mjög vel þessa dag­ana,“ seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, en hann hélt í dag til fund­ar við sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og óskaði eft­ir auk­inni heim­ild smá­báta til mak­ríl­veiða. Ráðherra varð hins veg­ar ekki við beiðni smá­báta­sjó­manna.

Úthlutað var sér­stak­lega 6.800 tonn­um af mak­ríl í einn pott til króka­veiða og vildi Lands­sam­band smá­báta­eig­enda fá að veiða alls 10.000 tonn eða að veiðar yrðu leyfðar til 15. eða 20. sept­em­ber. Þeim varð hins veg­ar ekki að ósk sinni og verða veiðarn­ar því óheim­ilaðar frá og með 5. sept­em­ber næst­kom­andi. 

„Þetta eru gríðarleg von­brigði. Það að ætla þess­um hóp svona litl­um hlut af heild­ar­veiðinni nær ekki nokk­urri átt,“ seg­ir Örn og bend­ir á að um 1,6 millj­ón tonn af mak­ríl hafi ný­verið mælst inn­an ís­lenskr­ar efna­hagslög­sögu. Í ljósi þessa seg­ir hann af­stöðu sjáv­ar­út­vegs­ráðherra í mál­inu illskilj­an­lega.

Spurður hvort hann hafi verið bjart­sýnn fyr­ir fund­inn kveður Örn já við. „Við vor­um mjög bjart­sýn­ir þegar við fór­um á fund­inn en ráðherra tel­ur að álit umboðsmanns Alþing­is í sam­bandi við hlut­deild sé mjög sterkt auk þess sem hann met­ur það ekki gott fyr­ir alþjóðasamn­inga að verða við þess­ari beiðni okk­ar.“

Örn seg­ir af­stöðu ráðherra vera mikið áfall fyr­ir ekki ein­ung­is smá­báta­sjó­menn held­ur einnig þær byggðir sem hafa að at­vinnu að taka á móti afl­an­um í landi. „Fjöl­marg­ir hafa sett sig í sam­band við mig og lýst yfir mikl­um von­brigðum. Sjó­menn sem eru t.a.m. stadd­ir við Snæ­fells­nes segja þar allt krökkt af mak­ríl auk þess sem veiðin er að taka við sér í Stein­gríms­firði, en þar hef­ur hann nán­ast ekk­ert gefið sig í sum­ar.“

Aðspurður seg­ir Örn 10.000 tonna mak­ríl­kvóta mjög sann­gjarn­an fyr­ir smá­báta­sjó­menn. „Fé­lagið hef­ur ein­sett sér það að mak­ríl­veiðar hér verði með svipuðum hætti og í Nor­egi. Þar veiða smá­bát­ar 15 til 16 pró­sent af heild­arkvóta en ef við fengj­um 10.000 tonn þá væri það rétt um 6 pró­sent af heild­ar­veiði,“ seg­ir hann.

mbl.is