Góð makrílvertíð langt komin

Litlir bátar sem stór veiðiskip hafa sótt í makrílinn.
Litlir bátar sem stór veiðiskip hafa sótt í makrílinn.

Sam­tals er búið að veiða um 123 þúsund tonn af mak­ríl á vertíðinni. Þá eru um 30 þúsund tonn eft­ir af út­hlutuðum afla­heim­ild­um árs­ins.

Vertíðin í ár verður vænt­an­lega sú stærsta í mak­ríl­veiðum Íslend­inga til þessa. Mak­ríl hef­ur verið landað víða um land og er að mestu fryst­ur, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Aflareynslu­skip­in eru með stærst­an hluta kvót­ans og voru í gær kom­in með 81 þúsund tonn sam­kvæmt því sem fram kem­ur á vef Fiski­stofu. Veiðar hafa gengið vel í sum­ar, en í frétt á vef HB Granda kem­ur fram að eft­ir bræl­una sem gerði um síðustu helgi hafi afli treg­ast. Frysti­tog­ar­arn­ir voru komn­ir með um 25 þúsund tonn og ís­fisk­skip­in voru með um 10 þúsund tonn og nán­ast búin með kvóta sinn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: