Vilja þak á forstjóralaun

Þing ASÍ fer fram 22.-24. október og verður væntanlega fjallað …
Þing ASÍ fer fram 22.-24. október og verður væntanlega fjallað um eignarhlut lífeyrissjóða í fyrirtækjum í tengslum við launakjör stjórnenda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að sýnt hafi verið fram á að laun forstjóra í fyrirtækjum sem skráð eru á hlutabréfamarkaði séu komin á ofurlaunastig.

„Það hefur verið umræða og vinna af hálfu fulltrúa okkar í stjórnum lífeyrissjóða og það er alveg skýr krafa okkar félagsmanna að það verði settar reglur af hálfu lífeyrissjóðanna um hvað geti talist siðferðislega framkvæmanlegt í launakjörum stjórnenda fyrirtækja sem fjárfest er í. Að sama skapi viljum við setja reglur um háttalag fyrirtækjanna að öðru leyti, s.s. um siðferði í fjárfestingum o.fl.,“ segir Gylfi í umfjöllun um launamálin í Morgunblaðinu í dag.

Hann kveðst fastlega gera ráð fyrir að á næstu vikum og á þingi ASÍ í október verði teknar einhverjar ákvarðanir um þetta. Launafólk á stóra hluti í mörgum helstu atvinnufyrirtækjum landsins í gegnum lífeyrissjóði sína og segir Gylfi að skoða þurfi og ná samstöðu um ákveðin viðmið fyrir lífeyrissjóðina varðandi launakjör stjórnenda fyrirtækja sem þeir fjárfesta í.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: