Jákvæð merki um betri líðan

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa á tilfinningunni að andinn á spítalanum sé á uppleið, þó að mörg verkefni séu óleyst.

Þetta kemur fram í forstjórapistli á vefsíðu Landspítalans í gær.

Þar segir Páll að örkönnun meðal starfsfólks í vor hafi bent til betri líðunar. „Nú sýna starfsemistölur sem aðgengilegar eru á vef spítalans mjög jákvæðar vísbendingar í sömu átt. Það er langt síðan að við höfum séð eins jákvæð merki en veikindahlutfall starfsfólks fer minnkandi og sama gildir um starfsmannaveltu,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: