Ráðherra endurskoði ákvörðun sína

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Ómar

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar skor­ar á sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, Sig­urð Inga Jó­hanns­son, að end­ur­skoða ákvörðun sína um að stöðva mak­ríl­veiðar smá­báta sem tók gildi nú í byrj­un sept­em­ber.

Þetta kem­ur fram í álykt­un sem var samþykkt þing­flokks­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í dag.

Þar seg­ir, að leyfa eigi smá­báta­sjó­mönn­um að veiða mak­ríl áfram. Mörg dæmi séu um að þeir hafi ný­lega farið út í fjár­fest­ing­ar vegna veiðanna og komi þessi ákvörðun þeim hópi sér­stak­lega illa. Þá sé rétt að hafa í huga að afla­verðmæti mak­ríls sem veidd­ur sé á þess­um tíma af smá­bát­um sé með því hæsta sem ger­ist. Eng­in rök hafi verið sett fram fyr­ir því að fallið verði frá þeirri ákvörðun að stöðva veiðarn­ar.

mbl.is