Byrjað er að undirbúa yfirvofandi verkfall lækna á Landspítalanum.
Meðal annars hefur verið boðað til fundar á skurðlækningasviði í næstu viku með yfirlæknum og fulltrúum mannauðsdeildar og lögfræðingum, þar sem farið verður yfir undanþágulistann og skýrt vel út hvaða reglur gilda í verkföllum.
Spítalinn verður þó rekinn á eðlilegan hátt fram á síðustu stundu. „Við munum halda áfram að kalla fólk inn til aðgerða en ef ekki semst fyrir boðaðan verkfallsdag verður fólki gerð grein fyrir því,“ segir Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs spítalans, í umfjöllun í Morghunblaðinu í dag um stöðu mála í heilbrigðiskerfinu vegna hugsanlegs verkfalls lækna á Landspítalanuim.