Tryggja ákveðna grunnumönnun

Læknar að stöfum.
Læknar að stöfum. Rax / Ragnar Axelsson

„Það eru bara tólf tímar búnir af atkvæðagreiðslunni en ég ímynda mér það að það verði nú mjög góð samstaða um þetta,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir félagsmanna.

At­kvæðagreiðsla um boðaðar verk­fallsaðgerðir er nú haf­in en henni lýk­ur á miðnætti þann 8. októ­ber.

Eins og mbl.is sagði frá í gær var fjöl­menn­asti fundur sem hald­inn hef­ur verið í sögu Læknafélagsins haldinn í gærkvöldi.  Fullt var út úr dyr­um á fund­in­um auk þess sem á annað hundrað fé­lags­menn með fund­in­um á net­inu. „Þetta var klárlega fjölmennasti og ég myndi segja jafnframt sterkasti fundur sem Læknafélagið hefur haldið,“ segir Þorbjörn.

Ef verkfall verður samþykkt í atkvæðagreiðslunni mun félagið boða aðgerðir sem hefjast 27. október og verða til 11. desember. Þorbjörn telur aðgerðirnar hófstilltar. „Það er ekki verkfall alla dagana og það fer aðeins hluti lækna í verkfall að hverju sinni. Við teljum að þetta séu hófstilltar aðgerðir sem eru ekki miðaðar að því að ógna öryggi. Þær munu auðvitað valda einhverjum óþægindum eins og verkföll gera.“

Að sögn Þorbjarnar er ákveðin hópur starfa hjá stofnunum ríkisins sem eru undanþegin verkfallsheimildar. Þar á meðal er hópur lækna sem munu starfa í verkfalli. Með þessu segir Þorbjörn að ákveðin grunnumönnun sé tryggð.

„Þannig er tryggð ákveðin grunnumönnun á sjúkrahúsum og heilsugæslu en þetta mun auðvitað trufla starfssemi á þeim stað sem að verkfallið nær til hverju sinni.“

„Samstaða um verk­fall meðal lækna“

mbl.is