Er hægt að fara aftur í brjóstalyftingu?

Brjóstalyfting fyrir og eftir.
Brjóstalyfting fyrir og eftir.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica er spurð að því hvort það sé hægt að láta lyfta brjóstum aftur sem nú þegar er búið að eiga við.

Sæl Þórdís,

Er hægt ad fara i brjòstalyftingu aftur? Fyrri var ekki alveg nògu vel lukkuð.

Kveðja,

Ein óánægð

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Já það er yfirleitt hægt að lagfæra brjóst eftir aðgerð, fer þó eftir því hvað amar að. Mikilvægt að vita hvers konar aðgerð var upphaflega framkvæmd til þess að lagfæra hana. Spurning hvort þarf að lagfæra formið á brjóstunum eða örin. Hvort voru settir silikon púðar inn í upphaflegu aðgerðinni eða ekki o.sv.frv. Ég ráðlegg þér að hafa samband við lýtalækninn þinn aftur og fara yfir málin með honum.

Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. Styrmir Kári
mbl.is