Samanlagt framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins ohf. frá árinu 2007 nemur 25,8 milljörðum króna. Um er að ræða nefskatt sem lagður er á landsmenn, svonefndar þjónustutekjur.
Þetta kemur fram í aðsendri grein Óla Björns Kárasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, um Ríkisútvarpið í Morgunblaðinu í dag.
„Frá stofnun hefur Ríkisútvarpið ohf. tapað um 1.632 milljónum króna á föstu verðlagi. Samanlagðar heildartekjur hafa hins vegar numið um 40.683 milljónum króna,“ skrifar Óli Björn um reksturinn hjá RÚV.