Söngkonan og dansarinn Unnur Eggertsdóttir hefur nú búið í New York í einn mánuð en þar leggur hún stund á leiklistarnám við skólann The American Academy of Dramatic Arts. Hún segist margt hafa lært á þessum stutta tíma.
Í bloggfærslu segir Unnur að New York sé geggjuð borg. Hins vegar séu ýmsar reglur, bæði skráðar og óskráðar. „Hér verða gönguljósin ekki græn, heldur birtist hvítur karl. Ekki segja „There's the white dude!“ því gæinn fyrir aftan þig segir „you racist bitch“,“ skrifar Unnur.
Þá segir hún að stefnumótaforritið Tinder sé þúsund sinnum skemmtilegra í New York en í Reykjavík og að rottur séu ekki svo slæmar, svona eftir fimmta skiptið sem maður sér þær úti á götu.
En hún er ekkert tiltölulega hrifin af leigubílstjórum New York-borgar. „Þeir ættu flestallir að vera sviptir bílprófinu eða vera kærðir fyrir tilraun til manndráps.“ Og ekki gengur henni mikið betur í lestinni: „Það er nauðsynlegt að hlusta á allar tilkynningar í lestinni því stundum ákveður Local train að verða Express train og fer nokkrum stöðvum framhjá þínu stoppi og þú tefst um 40 mín.“
Frétt Smartlands: Unnur Eggertsdóttir er flutt til New York