ESB vill meira af kolmunna

Kolmunni.
Kolmunni. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur sett fram kröf­ur um aukna hlut­deild í veiðum á kol­munna á næsta ári.

Ekki ligg­ur fyr­ir hversu mikla aukn­ingu sam­bandið fer fram á, en ekki er út­lit fyr­ir að sam­komu­lag um veiðarn­ar ná­ist á fundi strand­ríkja, sem lýk­ur í London í dag. Þar verður síðari hluta vik­unn­ar rætt um veiðar á norsk-ís­lenskri síld, en sá stofn hef­ur gefið mjög eft­ir á síðustu árum.

Á síðasta ári var meðal ann­ars deilt um við hversu hátt veiðihlut­fall ætti að miða í kol­munna; Norðmenn vildu leyfa mest­ar veiðar, en Íslend­ing­ar minnst. Niðurstaðan var að miða við ákveðna tonna­tölu og bíða með ákvörðun um veiðihlut­fall til þessa árs. Stjórn­un kol­munna­veiðanna verður því vænt­an­lega rædd frek­ar síðar í haust.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: