Lögreglumaðurinn sem skaut hinn unga, óvopnaða blökkumann Michael Brown í bænum Ferguson í Bandaríkjunum í sumar segir að komið hafi til handalögmála í lögreglubifreiðinni sem þeir sátu í þegar Brown teygði sig eftir byssu lögreglumannsins.
Þetta sagði hann þegar hann kom fyrir kviðdóm í St. Louis í gær.
Lögreglumaðurinn sagðist hafa óttast um líf sitt, ungi maðurinn hefði kýlt hann og klórað ítrekað og því næst reynt að ná byssunni af honum.
Tvisvar sinnum var skotið af byssunni í bílnum. Fyrra skotið hæfði Brown í handlegginn en hitt hæfði hann ekki. Þegar lögreglumaðurinn var kominn út úr bílnum, skaut hann Brown nokkrum sinnum til viðbótar.
Andlát Brown vakti mikla athygli og kom til mótmæla sem stóðu yfir í margra daga.