Lítur svo á að erindinu sé ósvarað

Færeyska skipið Næraberg KG14.
Færeyska skipið Næraberg KG14. mbl.is/Ómar

Gísli Gísla­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna, lít­ur svo á að er­indi sem Faxa­flóa­hafn­ir sendu inn­an­rík­is­ráðherra, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra í kjöl­far komu fær­eyska skips­ins Næra­bergs hingað til lands í lok ág­úst­mánaðar sé efn­is­lega full­kom­lega ósvarað og ráðuneyt­in vísi hvert á annað.  

Skipið fékk að koma til hafn­ar í Reykja­vík en vél­ar­bil­un hafði komið upp í skip­inu.

Næra­berg veiðir mak­ríl í græn­lenskri lög­sögu og mátti það hvorki koma til hafn­ar eða fá hefðbundna þjón­ustu, svo sem vatn, olíu, raf­magn og viðhald á skipi á grund­velli fyrstu milli­grein­ar þriðju grein­ar laga um veiðar og vinnslu er­lendra skipa í fisk­veiðiland­helgi Íslands.

Í fyrstu átti ekki að veita skip­inu neina þjón­ustu, jafn­vel þó að það væri olíu­lítið og vél­ar­bil­un hefði komið upp í skip­inu sem gerði það að verk­um að skipið hafði ekki afl til að sigla á sama hraða og venju­lega.

Þetta vakti nokkra at­hygli og fjölluðu fær­eysk­ir fjöl­miðlar meðal ann­ars um málið. Að lok­um var þó ákveðið að skipið fengi fulla þjón­ustu.

Hafa fær­eysk skip aðra rétt­ar­stöðu hér á landi?

Í er­ind­inu sem sent var til ráðherr­anna voru þrjár spurn­ing­ar. Í fyrsta lagi var spurt um hvaða laga­heim­ild­ir gildi vegna bann á sölu og þjón­ustu til skipa sem kom­in eru til hafn­ar hér á landi.

Í öðru lagi var spurt hvort Hoy­vík­ur­samn­ing­ur­inn leiði til þess að önn­ur rétt­arstaða sé gegn fær­eysk­um skip­um en öðrum skip­um, en samn­ing­ur­inn er fríversl­un­ar­samn­ing­ur á milli Íslands og Fær­eyja.

Í þriðja lagi vildu Faxa­flóa­hafn­ir vita hvort ríkið beri ábyrgð á kostnaði sem kann að hljót­ast af kyrr­setn­ingu skipa í höfn­um hér á landi.

mbl.is