Óvenju margir hringja í Domus Medica

Barnalæknaþjónusta Domus Medica verður opin frá klukkan 17 til 22 …
Barnalæknaþjónusta Domus Medica verður opin frá klukkan 17 til 22 í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Óvenju margir hafa hringt í Domus Medica í dag en margir vilja vita hvort læknar sem þar starfa séu í verkfalli, líkt og læknar á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins.

Að sögn Jóns Gauta Jónssonar, framkvæmdastjóri Domus Medica, hafa verkfallsaðgerðirnar ekki áhrif á læknana þar sem þeir eru allir sjálfstætt starfandi. Þá verður barnalæknaþjónustan opin frá klukkan 17 til 22 í kvöld.

Jón Gauti segir að mjög mikið sé að gera í dag líkt og aðra daga. Munurinn felst þó einkum í fleiri símtölum en ekki fleiri sjúklingum.

Hefur þú lent í vandræðum í dag eða síðustu daga í tengslum við verkfallsaðgerðir lækna? Ef svo er, endilega sendu okkur ábendingu á netfrett@mbl.is. 

mbl.is