Sigurveig: Ekki bjartsýn fyrir fundinn

Fulltrúar lækna og ríkisins í Karphúsinu í dag.
Fulltrúar lækna og ríkisins í Karphúsinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Það heyrist ekki mikið í okkur. Við erum komin í verkfall og það er dapurlegt,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands, aðspurð um hljóðið í læknum rétt áður en fundur í kjaradeilunni hófst í húsi Ríkissáttasemjara klukkan fjögur. 

Sigurveig sagðist ekki vita til þess að nýtt tilboð stæði samninganefnd LÍ til boða. Hún sagðist ekki vera sérstaklega bjartsýn fyrir fundinum og gerði ekki ráð fyrir að hann yrði langur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina