Á miðnætti í kvöld er komið að því að læknar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á lyflæknissviði Landspítala leggi niður störf og stendur verkfallið til miðnættis aðfaranótt föstudagsins 31. október, eða í tvo sólarhringa.
Verkfall lækna í Læknafélagi Íslands hófst á miðnætti aðfaranótt sunnudags og voru læknar á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins, á kvenna-, rannsóknar og barnasviði Landspítala og Heilbrigðisstofnunum Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrstir til að fara í verkfall.
Læknar á þessum sviðum Landspítalans, á heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðistofnunum munu hefja störf á ný á miðnætti.
Hvenær fara læknarnir í verkfall?