Mun rólegra hefur verið á Læknavaktinni í Kópavogi í kvöld en var í gær.
Mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans og Læknavaktinni í Kópavogi í gær þar sem neyðarþjónustu var sinnt vegna verkfallsaðgerða lækna.
Samkvæmt upplýsingum frá Læknavaktinni hefur kvöldið liðið nokkuð þægilega enda sé starfsfólk vant miklu álagi á við það sem var í gær.
Á bráðamóttöku Landsspítalans hafa einnig komið færri en í gær og vel gekk að hafa undan flæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku hafa engir þurft að liggja á göngunum líkt og í gær en þá mun álagið á bráðamóttökunni hafa verið óvenjumikið.