Fundað í kjaradeilu lækna í dag

Síðasti fundur í kjaradeilunni var árangurslaus.
Síðasti fundur í kjaradeilunni var árangurslaus. mbl/isKristinn Ingvarsson

Fundað verður í kjaradeilu Læknafélags Íslands (LÍ) við ríkið í húsnæði Ríkissáttasemjara klukkan 15 í dag.

Síðasti fundur var á mánudag og stóð hann yfir í klukkutíma. Verkfallsaðgerðir félagsmanna LÍ hófust á miðnætti aðfaranótt mánudags.

Á fundinum á mánudag ræddu samninganefndirnar viss tæknileg atriði samningsins. „Við komumst þó ekki lengra með neinar launakröfur svo þetta var árangurslaust,“ sagði Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar LÍ, í samtali við mbl.is eftir fundinn.

„Það vilja í raun allir semja en það er nú samt langt í land,“ sagði Sigurveig einnig.

mbl.is