Einn starfandi læknir er á hverja 296 íbúa á Íslandi nú samanborið lækni á hverja 272 íbúa árið 2006. Til samanburðar voru 286 íbúar á hvern lækni annars staðar á Norðurlöndum árið 2006 en þeir eru nú 240 á hvern lækni.
Miðað við þessar tölur frá Læknafélagi Íslands eru um 20% færri íbúar á hvern lækni í Skandinavíu sem þýðir að mönnun lækna í heilbrigðiskerfinu er 20% verri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum að meðaltali.
Hvað fjölda varðar er mestur skortur á heimilislæknum og samkvæmt þarfagreiningu frá Félagi íslenskra heimilislækna vantar að lágmarki 20 heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu en 40-60 á landsbyggðinni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.